NOTKUNAR- OG PERSÓNUVERNDARSKILMÁLAR

SKILMÁLAR ICEPOUCH.IS

Nicopods ehf. á og rekur Icepouch.is. Við framleiðum og seljum nikótín púða, einnig þekkt sem nikótín pokar, í heildsölu til fyrirtækja og til einstaklinga í formi vefverslunar á vefslóðinni

VIÐSKIPTAVINIR

Vefverslunin selur aðeins til einstaklinga sem náð hafa 18 ára aldri eða beint til fyrirtækja í formi heildsölu. Allir viðskiptavinir verða að búa til aðgang að síðunni til þess að geta lagt inn pöntun.

Sé óskað eftir sölureikning vegna viðskipta umfram þann sem afhentur er við vörukaup hér af vefverslun er hægt að hafa samband við okkur um slíkt.

Sé óskað eftir sérkjörum, t.d. vegna heildsölu, er viðskiptavinum bent á að senda tölvupóst þess efnis.

Við endurgreiðum pöntunina að fullu ef hún hefur ekki farið úr húsi, ef pöntunin hefur verið send af stað fæst hún endurgreidd þegar viðskiptavinur hefur sent hana til baka til okkar.

Icepouch.is áskilur sér rétt til þess að taka gjald fyrir pantanir sem hætt er við til þess að koma til móts við mögulegan kostnað. Ef slíkt á við verður viðskiptavini kynnt það mál hverju sinni.

Icepouch.is endurgreiðir ekki sendingarkostnað, og áskilur sér allan rétt til þess að halda eftir kostnaði vegna sendingar ef við á við vöruskil.

​Nicopods ehf tekur ekki ábyrgð á sendingum sem eru stoppaðar af tollayfirvöldum í landi sem viðskiptavinur pantar til

SKILAFRESTUR

Sé óskað eftir því að skila vöru sem pöntuð hefur verið skal slík beiðni berast innan 5 daga frá því að vörukaup eiga sér stað.

Vöru sem á að skila er eingöngu hægt að skila ef hún er ónotuð, í upprunalegum umbúðum með innsigli órofið.

Viðskiptavinur ber að greiða allan sendingarkostnað á vörum sem sendar eru til okkar vegna vöruskila.

Sé vöru skilað fæst sendingarkostnaður ekki greiddur til baka.

Viðskiptavini stendur til boða að koma með vöru í vöruhús og skila vöru þar.

Við vöruskil er gefin út inneignarnóta eða vöru skipt út fyrir aðra vöru og inneignarnóta gefin út fyrir mismun eða mismunur greiddur af viðskiptavini, hvort sem við á hverju sinni.

Inneign vegna vöruskila reiknast útfrá því verði sem varan var keypt á mínus sendingarkostnaður ef varan var send frítt.

VILLUR, GALLAR OG ÖNNUR ÁVÖXTUN VARA

Sé vara talin gölluð við fyrstu skoðun skal hafa strax samband við okkur um slíkt.

Reynist hún í raun gölluð fæst henni skipt fyrir sömu vöru.

Ef eins vara er ekki til á lager fæst sambærileg vara afhend í staðinn.

Það er á ábyrgð kaupanda að athuga hvort að vara sé í lagi við afhendingu.

Hafi vara skemmst í meðhöndlun þriðja aðila, t.d. flutningsaðila, röng vara afhend eða misræmi er á magni þess sem pantað var og þess sem kom þarf að hafa samband við okkur innan 24klst frá afhendingu og slíkt tilkynnt.

Sé ekki gerð athugasemd innan 24 klst frá afhendingu telst pöntunin að fullu afgreidd.

​AFHENDINGAR Á PÖNTUNUM  – SENDINGAR MEÐ ÍSLANDSPÓSTI

Allar pantanir okkar eru sendar og afhentar með Íslandspósti og er hægt að sjá gjaldskrá hér.

Ekki undir neinum kringumstæðum ábyrgjumst við tapaðar sendingar, seinan afhendingartíma eða skemmdir á sendingum eftir að vörur eru afhentar Íslandspósti.

Við ábyrgjumst aftur á móti það að vörurnar okkar séu vel innpakkaðar, verði afhentar Íslandspósti innan 48 klst. á virkum dögum frá því að vörukaup eiga sér stað og að vörurnar séu heilar þegar þær eru afhentar Íslandspósti.

Það er á ábyrgð viðskiptavinar að setja inn rétt heimilisfang.

Ef að rangt heimilisfang er gefið upp af hálfu kaupanda og vara afhendist röngum einstakling eða skilar sér ekki þá ber Icepouch.is enga ábyrgð á því.

Ef að vara er endursend vegna þess að rangt heimilisfang var gefið upp, eða ef kaupandi sækir ekki sendinguna á pósthús, þá mun viðskiptavinur þurfa að borga auka sendingargjald til þess að fá vöruna senda af stað aftur, burtséð frá því hvort að viðskiptavinur hafi greitt upprunalega sendingarkostnað eða fengið sendingarkostnað niðurfelldann við vörukaup.​

Icepouch.is áskilur sér rétt til þess að breyta verðskrá vegna póstsendinga án fyrirvara hverju sinni sé þörf á slíku.

Vörukaup sem framkvæmd eru áður en verðbreyting á sér stað halda sínu verði.

​​Nicopods ehf tekur ekki ábyrgð á sendingum sem eru stoppaðar af tollayfirvöldum í landi sem viðskiptavinur pantar til

Skilmálar okkar geta tekið við breytingum án fyrirvara.

PERSÓNUVERNDARSTEFNA

Icepouch.is er vefverslun sem rekin er af fyrirtækinu Nicopods ehf. kt.490519-1650.
Nicopods ehf. leggur mikla áherslu um persónuvernd og öryggi ganga sem fyrirtækið meðhöndlar. Hér fyrir neðan kemur fram hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig farið er með slík gögn. Okkar markmið er að starfsmenn, viðskiptavinir, aðrir viðsemjendur og einstaklingar, eins og á við hverju sinni, séu upplýstir um hvernig fyrirtækið safnar og vinnur með persónuupplýsingar.

ÁBYRGÐ

Nicopods ehf. ber ábyrgð á skráningu persónuupplýsinga og meðferð þeirra upplýsinga í starfsemi sinni. Nicopods ehf. er löglegur stjórnandi persónuupplýsinganna sem þú veitir fyrirtækinu. Hægt er að hafa samband við Nicopods ehf. með því að senda tölvupóst á [email protected].

SÖFNUN PERSÓNUUPPLÝSINGA

Nicopods ehf. safnar upplýsingum viðskiptavina og birgja sem fyrirtækinu er skylt að varðveita í samræmi við samninga, samþykki hins skráða, lög og reglur og vegna annarra lögmætra hagsmuna ábyrgðaraðila.

Nicopods ehf. safnar persónuupplýsingum um viðskiptavini sína til að gegna þessum tilgangi; veita viðskiptavinum og birgjum aðgang að vörum og þjónustu í samræmi við ákvæði viðskiptasamninga, til að miðla til viðskiptavina upplýsingum í markaðslegum tilgangi, til að tryggja þjónustu viðskiptavina sé löguð að þeirra þörfum.

Nicopods safnar einungis upplýsingum sem teljast nauðsynlegar til þess að veita ráðgjöf eða þjónustu hverju sinni. Kjósi viðskiptavinur að veita ekki persónuupplýsingar sem teljast nauðsynlegar til þess að stunda viðskipti hverju sinni er möguleiki að Nicopods ehf. geti ekki útvegað viðkomandi aðila vörur eða þjónustu.

​MIÐLUN PERSÓNUUPPLÝSINGA

Nicopods ehf. nýtir aldrei persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem þær voru safnaðar fyrir. Fyrirtækið geymir aldrei persónuupplýsingar lengur en nauðsynlegt þykir í samræmi við ákvæði viðskiptasamninga.

Nicopods ehf. miðlar ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila nema í samræmi við ákvæði viðskiptasamninga eða að fengnu samþykki. Nicopods ehf. er heimilt að miðla þeim persónuupplýsingum til þriðja aðila (vinnsluaðila), sem er verktaki á vegum fyrirtækisins eða þjónustuveitanda, sem að teljast nauðsynleg til að stunda viðskipti, ljúka verkefnum, veita viðskiptavinum þjónustu eða vörur sem viðskiptavinur hefur gert samkomulag um.

Í þeim tilfellum þegar þriðji aðili (vinnsluaðili) fær aðgang að persónuupplýsingum, gerum við allt til þess að tryggja trúnað og að gögnum sé eytt að vinnslu lokinni. Nicopods ehf. leigir aldrei eða selur persónulegar upplýsingar um viðskiptavini.

​ÖRYGGI GAGNA

Við leggjum áherslu á að tryggja varðveislu persónuupplýsinga sé háttað á öruggan og réttan máta. Nicopods ehf. endurskoðar reglulega persónuverndarstefnuna og leggjum við áherslu á að það sé skýrt hvernig við söfnum persónuupplýsingum og í hvaða tilgangi þeim sé háttað.

Við áskilum okkur rétt til þess að breyta persónuverndarstefnunni hvenær sem er og án fyrirvara.

Ef það eru eitthvað óskýrt eða það vakna einhverjar spurningar varðandi persónuverndarstenu þessa þá endilega hafa samband við okkur í gegnum netfangið [email protected]

​Persónuverndarstefna samþykkt 24.04.2020